Sandbox

Sandbox is a multipurpose HTML5 template with various layouts which will be a great solution for your business.

Contact Info

Moonshine St. 14/05
Light City, London

info@email.com
00 (123) 456 78 90

Learn More

Follow Us

Lög Félags eldri borgara á Suðurnesjum

I. kafli - Nafn, heimili og tilgangur félagsins

1. grein

Félagið heitir: Félag eldri borgara á Suðurnesjum.

Tilgangur þess er að gæta hags muna aldraðra, meðal annars með því að:

A. stuðla að því að skapa öldruðum efnahagslegt öryggi.

B. vinna að úrbótum í húsnæðismálum aldraðra og stuðla að því að skapa þeim gott umhverfi.

C. vinna að stofnun félags heimila og vinnuaðstöðu fyrir ýmiskonar starfsemi aldraðra og í þágu þeirra.

D. koma a vinnumiðlun fyrir aldraða sem hafa vilja og getu til að miðla öðrum af þekkingu sinni og starfs hæfni.

E. hlúa að hverskonar áhugamálum aldraðra með því að skipu leggja námskeið, tómstundavinnu og skemmtanir í þeirra þágu.

F.  stuðla að líkamsþjálfun og útiveru aldraðra.

G. leitast við að hafa áhrif á lagasetningar og ákvarðanir er varða hagsmuni aldraðra með viðræðum og samningum við stjórnvöld.

H. félagið verði óháð stjórnmálaflokkum og hlutlaust í trúmálum

II. kafli - Skilyrði inngöngu i félagið

1. grein

Rétt til inngöngu í félagið eiga þeir sem náð hafa 60 ára aldri á árinu eða eftirlaunaaldri, sé hann fyrr, og einnig makar félagsmanna, þó yngri séu.
Einnig geta einstaklingar, félög og fyrirtæki gerst styrktarfélagar

2. grein

Árgjald skal ákveðið á aðalfundi.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.

III. kafli - Aðalfundur

Hann skal halda í mars- eða apríl mánuði árlega.
Aðalfund skal boða með bréfi eða í blöðum og útvarpi með viku fyrirvara.
Einfaldur meirihluti atkvæða fundar manna ræður úrslitum mála á aðal fundi.
Aðalfundur er löglegur, sé löglega til hans boðað.

6. grein

Dagskrá aðalfundar skal vera þannig:

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Lögð fram skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar til um ræðu og afgreiðslu
3. Lagabreytingar
4. Kosning stjórnarformanns
5. Kosning sex stjórnarmanna
6. Kosning 5 varamanna f stjórn
7. Kosning tveggja skoðunar manna reikninga og tveggja til vara
8. Önnur máI

7. grein

Stjórn félagsins

Formaður skal kosinn sérstaklega á aðalfundi til eins árs í senn.
Stjórnin skiptir með sér verkum.
Tveir skoðunarmenn reikninga og varamenn þeirra skulu kosnir á aðalfundi til eins árs

8. grein

Félagsstjórn boðar til almennra félagsfunda þegar þurfa þykir.
Félagsfundi skal boða með auglýsingu í dagblöðum eða öðrum fjöImiðlum með minnst tveggja sóIar hringa fyrirvara.
Félagsfundur er löglegur, sé löglega til hans boðað.

9. grein

Stjórn félagsins ber ábyrgð á fjárreiðum þess og skuldbindur það gagnvart öðrum.
Öll meiriháttar máI skal stjórnin bera undir félagsfund.
Uppfært félagsmannatal skal geymt á skrifstofu félagsins.
Stjórn félagsins skipar í nefndir er starfa á vegum þess.

10. grein

Formaður boðar stjórnarfundi.
Boða skal bæði aðalmenn og varamenn.
Á fundum með aðalmönnum hafa varamenn málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt.
Rita skal fundargerðir allra fundar í sérstaka fundargerðarbók og skulu þær lesnar upp til samþykktar í fundarlok eða í upphafi næsta fundar.

10. grein

Á almennum félagsfundi er heimilt að stofna sérstakar deildir innan félagsins er fast við tiltekin verkefni innan hvers sveitarfélags.
Þriggja manna stjórn skal stýra hverri deild og skal hún kjörin árlega a aðalfundi deildar.
Nánar skal kveða á um starfsemi deildar með samþykktum sem aðalfundur deildar setur, enda staðfesti stjórn félagsins það

V. kafli - Lagabreytingar - Félagsslit

12. grein

Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi og þá með 2/3 hlutum atkvæða þeirra er sitja fundinn.
Breytingartillögur skulu berast félagsstjórn minnst 30 dögum fyrir aðalfund og skal þeirra getið í fundarboði

13. grein

Komi fram tillaga um að félaginu skuli slitið, skal hún staðfest með  tillögu til lagabreytinga.
Við slit félagsins skulu eigur þess renna til almennra hagsmunamála aldraðra, sem almennur félagsfundur ákveður

Þannig samþykkt á aðalfundi FEB á Suðurnesjum 3. mars 2023